fashion

Designers Nest

Næstkomandi miðvikudag, 10.ágúst, mun ég taka þátt í Designers Nest hönnunarkeppninni í Kaupmannahöfn. Ég er sjúklega spennt ... hlakka líka mikið til að njóta borgarinnar, þar sem það eru rúm fjögur ár síðan ég var þar síðast.

Next Wednesday, 10th of august, I will be participating in Designers Nest design competition in Copenhagen. Im very excited ... but also very excited to enjoy the city, it's been almost four years since I last visit.

- - - - -

Áberandi trend í dag - 90's

Það er gaman að sjá 90s tískuna koma aftur. Ég tók þátt í öllum þessum trendum á sínum tíma og er það aðallega kynslóðin á eftir mér sem fylgir þessarri tísku í dag. Mér þykir nú enn sumt fallegt og þá helst bolurinn undir kjólinn, það er líka svo hentugt fyrir þær sem eru viðkvæmar fyrir upphandleggjum sínum en vilja samt skarta hlýrakjólum ;) 

- - - - -

Fatahönnuður

Útskrift lokið og ég formlega orðin fatahönnuður. Átti æðisslegan útskriftar dag með fjölskyldu og bekkjarsystrum. Síðustu þrjú ár hafa verið mjög erfið, mikið þurft að fórna fyrir skólann en ég fer frá honum sátt og spennt fyrir komandi árum. 

- - - - -

My story

Hún fæddist inní óttalausan heim, þar sem náttúran og líkaminn eru tengd og fegurðin ein stjórnar huga hennar. Hún hleypur óhrædd í gegnum tímann, ekkert getur stöðvað hana. Kvenlegur líkami hennar módast og heitt blóðið rennur um æðar hennar, æskan er að hverfa og nýtt líf að myndast. Líkami hennar breytist og hjartslátturinn tvöfaldast. Skyndilega er dregið fyrir sólu og allt hverfur. Litirnir hverfa þar sem hún sekkur dýpra ofan í vatnið. Loftið er kallt og sorgin yfirtekur huga hennar. Með nokkur lög af reynslu stendur hún upp og klæðir sig í skelina. Tíminn hefur grætt sár hennar og skilur eftir sig sterkar línur. 

She was born into a world without fear. A world where nature and body are as one and beauty alone controls her mind. Unafraid she runs through time, nothing to hold her back. Her feminine body takes shape and warm blood flows through her veins. As her youth is left behind a new life begins to form. Her body transforms and her heartbeat doubles. Suddenly everything goes dark. The colors grow darker as she sinks deeper and deeper. The air is cold as sorrow takes hold of her mind. But the cards that life has dealt her have made her strong as she stands up and puts on her shell. Time has healed her wounds and left strong lines and deep scars.

- - - - -

Föstudagur

emil_kisi.jpg

Tískusýningin var haldin í Hörpunni í gær við góðar viðtökur. Það verður gaman að sjá myndir frá kvöldinu en ég sjálf var of upptekin að græja á bakvið til að geta tekið myndir. 

Ég er mjög spennt fyrir næstu vikum þar sem ég er á leið til Rovaniemi í Finnlandi á vegum skólans að taka þátt í „workshop“ sem tengist meðhöndlun á hreindýraleðri í fatahönnun. Það verður mikil reynsla og gaman að fá þetta tækifæri.

- - - - - 

Nú meiga jólin koma ...

Síðasta laugardag hittumst við bekkjarsysturnar til að skála fyrir góðri önn sem var að ljúka. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé ég hálfnuð og aðeins tvær vikur í nýtt ár. Næsta ár verður fullt af spennandi verkefnum, annars árs sýningu í fatahönnun, nokkur stórafmæli, brúðkaup og fleirra skemmtilegt sem hægt er að hlakka til. 

- - - - -

RFF n°5!

image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg

Mars mánuður endaði vel með góðum viðburðum á Hönnunarmars og RFF. Tískusýningarnar voru einstaklega flottar í ár og fannst mér ELLA, Sigga Maija, JÖR, REY og Magnea standa uppúr. Ég sá fullt af fallegum flíkum sem ég gæti vel hugsað mér að eignast. 

Það er alltaf jafn gaman að byrja í nýjum kúrs í skólanum og í þetta skiptið er það lista innsetning. Okkur verður úthlutaður veggur í sýningarsal í skólanum og fáum við nokkurs konar frjálst val á hvernig framsetningin á verkinu okkar veður. Það eina sem við þurfum að gera er að vinna með óhefðbundar aðferðir, ég ákvað að nota pappír svo nú sit ég við og sker út eins og enginn sé morgundagurinn.

- - - - -