Mikki

Miðvikudagur

Mikka skott er búinn að sitja út í glugga og horfa á stóru snjókornin falla. Hann er svo mikið yndi og gerir hversdagslífið svo miklu skemmtilegra. Ég efa það ekki að allir Íslendingar séu búnir að horfa á Kattarshian, ef ekki þá er linkur inná það hér!

- - - - -

Helgin

Ég þreif allt hátt og lágt á laugardaginn því ég átti von á góðu samstarfsfólki í heimsókn. Ég skemmti mér svo sjúklega vel og dansaði framm eftir nóttu í nýju glimmer buxunum mínum frá Stina Goya :) Í dag var svo dagur tvö í þrifi þar sem gólfið var vel klístrað og sást á íbúðinni hvað við skemmtum okkur vel í gær. Þannig á þetta að vera :)

- - - - - 

colors at home

Mikka skott elskar Sjávarteppið frá Vík Prjónsdóttur, skil hann mjög vel þar sem ég held mikið uppá það. Ég fékk þessa fallegu Flamingo nýlega í Hrím, finnst þeir einstaklega fallegir :)

Mikki is a big fan of Vík Prjónsdóttir Sea blanket, I feel the same way its one of my favorite piece I got. I just bought these cute Flamingo, it looks like Barbapapa is really happy with that purchase :)

- - - - -

Mikki þá og nú

Fyrir ári síðan fékk ég Mikka krútt í hendurnar, svo smár og reittur með sýkingu í augunum. Fyrstu nóttina okkar kom hann klifrandi uppí rúm til mín til að kúra í hálsakoti, ári seinna hefur lítið breyst. Hélt ég yrði aldrei þessi kreisí "catlady" en hann einfaldlega gerir alla daga betri <3

- - - - -

Vesturbæjar kettir

emil.jpg
mikkiogemil.jpg

Mikki er loksins orðinn frjáls og ekkert smá ánægður! :) Það var mjög gaman að fylgjast með honum hitta Emil "frænda" sinn, kött Berglindar systur. Síðustu þrjár myndirnar eru af þeim tveim ;)

Mikki is a big cat now and is free to go out whenever he likes. :) It was so funny to see him meet my sisters cat Emil (they live just one street away). They are on these last three photos. :)

- - - - -

Gleðilegt nýtt ár!

bord_jan.jpg

Ég hef góða tilfiningu fyrir árinu 2016. Árið byrjaði vel með nýrri vinnu sem ég er sjúklega spennt fyrir. Segi ykkur betur frá því seinna :) Mikki krútt er eins og skugginn minn frá því hann kom aftur heim, hefur engan áhuga að fara út og vill bara knús allan daginn. Þessi svipur er svo krúttlegur ... þetta er svipurinn sem hann setur upp rétt fyrir stökk :)

- - - - -

Mikki Týndur

Það er rosalega sárt að segja frá því að Mikki minn er týndur og er búinn að vera það síðan á sunnudag 29.nóvember. Það brýtur í mér hjartað að hugsa út í það að hann sé einhverstaðar fastur eða úti í kuldanum. En ég ætla ekki að gefast upp og held fast í vonina að fá krúttið mitt aftur <3

Mér þætti mjög vænt um það ef þið getið hjálpað mér að hafa augun opin fyrir Mikka, hann gæti verið einhverstaðar á vappi hér í Vesturbænum að leita sér skjóls og matar.

- - - - -

Sunnudags

Það eru forréttindi að hafa möguleika á að ferðast og skoða fallegar borgir og er ég mjög þakklát fyrir allar þær ferðir sem ég hef farið í á þessu ári, en alltaf finnst mér samt best að koma aftur heim í mitt :) 

Hafið það gott á þessum kalda sunnudegi! Mikki liggur hér slakar á sófanum í þessarri krúttlegu stellingu (mynd 1), það er greinilega mikill sunnudagur í kisa.

- - - - -