Þriðjudagur

Þá er annar brúðarkjóllinn tilbúinn og fékk ég gæsahúð niður að tám að sjá hana Helgu mína í dressinu. Ótrúlega góð tilfining. :) Mikki greiið þurfti að dúsa inní herbergi á meðan kjóllinn var saumaður þar sem hann var svo æstur í silkið, kostaði okkur eitt gat á efnið (sem var betur fer hægt að sníða fram hjá), svo það var ekkert annað í stöðunni en að halda honum inní herbergi. Hann er ekkert smá sáttur að vera kominn aftur með ríkidæmið sitt. :)

- - - - -