Monday

Tölvan komin í hús og hendin öll að koma til, jeii! 

Ég fór í Góða Hirðinn í dag og fékk að upplifa brjálæðið sem fylgir opnun á hverjum degi. Það var löng röð eftir húsinu og fólk órólegt að bíða eftir opnun. Konan fyrir aftan mig sagði við mig 4 sinnum, klukkan mín er 12, klukkan mín er 12 ... svo var hlaupið þegar inn var komið! Mér leið eins og eitthvað stórfenglegt væri þarna inni ... ekki var svo. :)

Ég keypti mér risa korktöflu, fallegan disk og lítið straubretti til að strauja ermar, snilldar kaup!

- - - - -