7 by Arne Jacobsen

Sjöan frá Arne Jacobsen er að mínu mati mjög fallegur og klassískur stóll. Stóllinn hefur verið gefinn út í mismunandi litum og finnst mér afmæliseintakið í brúnum/appelsínugulum lit mjög fallegt. Þessi litur passar einstaklega vel við bláu tónanna í rúmteppinu og hvíta rýmið. Ég kíkti við í Epal í dag og sá að þar eru nokkrir útvaldir litir af sjöunni á afslætti (40.000kr.). Einnig finnst mér mjög sniðugt að Epal er farið að endurselja falleg notuð húsgögn og var ég svo heppin um daginn að finna 6 stykki HAY stóla í hvítum lit sem príða borðstofuborðið mitt.

- - - - -