Mikki Refur

Litla krúttið mitt fékk nafnið Mikki (refur). Ég fæ ekki nóg af honum. Það mætti segja að ég sé orðin kattarkona á einni viku, búin að fjárfesta í hinu og þessu dóti handa honum. :) Ég veit ekki enn hvort hann sé Birman eða Snowshoe, þótt ég hallist meira á Snowshoe. Ég las mér aðeins til um þá tegund sem varð til í kringum 1960 og eru aðeins 300 slíkir kettir skráðir í heiminum. Tegundin er upphaflega afkvæmi Síams og Amerískum shorthair og eru einstaklega klárir, geta t.d. auðveldlega opnað hurðir og lása og hafa gaman af sundi, hehe.. Verður gaman að kynnast honum betur. 

- - - - -