Reindeer coat

img_9bg.jpg

Nú eru tveggja vikna „workshop“ í Rovaniemi, Lapplandi, lokið. Við vorum sett í tveggja manna hóp og fengum þrjá og hálfan dag til að hanna og sauma flík úr hreindýraleðri. Ég og finnska vinkona mín Solja hönnuðum tveggja stykkja kápu, sem er hægt að klæðast saman eða í sundur. Við unnum með umhverfisvænt leður og var hugmyndin að nýta allt leðrið sem við gerðum. Þetta var áhugavert verkefni, þrátt fyrir mjög takmarkaðan tíma og var svoldið erfitt að skilja kápuna eftir úti, en mun hún koma til Íslands eftir einhverja mánuði. Ég var svo heppin að hafa hana Aldísi með mér úti og fékk að smella nokkrum myndum af henni í kápunni áður en ég kvaddi hana (kápuna). :)

- - - - -