Föstudagur

Það sem maður gerir ekki þegar maður á að vera að læra ... ég baka brauð, þvæ þvott, þurrka af, fer í gegnum skúffur ... þetta klassíska. Ég bakaði sjúkt brauð með döðlum, permesan, salt/pipar og ferskri basiliku fyllingu um daginn, ég fæ vatn í munninn að skrifa þetta. Uppskriftin af brauðinu fékk ég úr bókinni Green Kitchen stories (snilldar bók) en þar sem ég átti ekki innihaldið í fyllinguna mixaði ég einhverju saman og útkoman var ummm.  Ég sit nú sveitt að skrifa BA ritgerðina mína, gengur ágætlega, en rosalega verður það ljúft að skila henni inn og komast í jólafrí! :) Hafið það gott um helgina!

I know there are few out there reading my blog, who doesn't understand Icelandic, so I'm going to try to write some post also in english :) These days Im writing my BA thesis and its going pretty slow, I always find a reason to ... bake bread, wash clothes, dust, reorganize ... these typical things you do when you should be studying. :) I baked this delicious bread this week, it is from a book that I really like  Green Kitchen stories. I didn't have the right ingredients for the filling so I just used what ever I had, which was dates, parmesan cheese, salt/pepper and fresh basil and the result was soooo good. Have a nice weekend!

- - - - -