Best of 2014

Ég ákvað að taka saman uppáhalds mómentin mín á árinu sem var að líða. Ég byrjaði árið á 6 vikna starfsnámi í París, sem var æðisslegt og gaman að kynnast nýrri borg. Ég setti mér áramótarheiti að taka fleirri ljósmyndir sem ég átti ekki erfitt með að standa við. Ég ákvað líka að ferðast meira um fallega landið okkar og njóta sveitarsælunnar og átti ég margar góðar stundir fyrir utan borgarmörkin. Á hverju ári set ég mér áramótarheit sem ég er mis dugleg að standa við, en það er eitthvað svo gott að byrja árið á að líta í eigin barm og setja sér ný markmið. :)

- - - - -