Flóamarkaður í Jávea

markaduraströnd.jpg

Hér eru markaðir á hverjum degi, grænmetis- og ávaxtamarkaðir, gamlir munir og hannyrðir og svo eru nóg af ódýrum draslmörkuðum. Ég hef ekkert keypt mér en ég hef smá blæti fyrir því að gramsa og skoða þessa markaði, sumt sem er í boði er alveg fáranlegt og annað eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér að eiga. Veðrið hér hefur verið æðisslegt, hitastig í kringum 30°C alla daga. Þessa ljótu Tarantúlu veiddum við um daginn þar sem hún var að hrella okkur ... ég fæ enn hroll við tilhugsunina um hana. Ég vona svo innilega að sólin fari að láta sjá sig á Fróni.

- - - - -