Fimmtudagur

eldhus_bjorg.jpg
sítrónu_bar.jpg
luciekaas_skal.jpg
sukkuladikakan.jpg
jasmindragontea.jpg
kimano.jpg
teppi.jpg

Góðar vinkonur að hittast eftir langan skilnað er svo skemmtileg stund. Á sumrin fæ ég alla heimsborgarana mína heim á Klakann, það eru klárlega bestu stundir sumarsins. Það hlakkar í mér að hitta þær og spjalla um allt sem hefur drifið á daga okkar. Þótt netið brúi bilið á milli okkar þá er alltaf svo gott að hittast og knúsast. Nú eru tvær búnar að kíkja heim og allt, allt of margar eftir að koma... komið heim kæru vinkonur! xxx

Ég keypti þetta fallega Jasmin Dragon te í Heilsuhúsinu. Teið er mjög sætt á bragðið og gott er að bæta smá hunangi við, það er líka gaman að fylgjast með því blómstra í vatninu. Svo var auðvitað skellt í sítrónu kubba, súkkulaðikakan er snilldarverk Helgu og er orðinn fastur liður í kveðju/velkomin hittingum okkar, namm.

- - - - -