RFF n°5!

image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg

Mars mánuður endaði vel með góðum viðburðum á Hönnunarmars og RFF. Tískusýningarnar voru einstaklega flottar í ár og fannst mér ELLA, Sigga Maija, JÖR, REY og Magnea standa uppúr. Ég sá fullt af fallegum flíkum sem ég gæti vel hugsað mér að eignast. 

Það er alltaf jafn gaman að byrja í nýjum kúrs í skólanum og í þetta skiptið er það lista innsetning. Okkur verður úthlutaður veggur í sýningarsal í skólanum og fáum við nokkurs konar frjálst val á hvernig framsetningin á verkinu okkar veður. Það eina sem við þurfum að gera er að vinna með óhefðbundar aðferðir, ég ákvað að nota pappír svo nú sit ég við og sker út eins og enginn sé morgundagurinn.

- - - - -