Yazbukey

image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg
image.jpg

Nú er sex vikna starfsnámi hjá Yazbukey að ljúka og eiginlega ótrúlegt að það styttist í heimkomu. Ég er búin að vera mjög ánægð með tímann minn hér og gaman að fá tækifæri til að kynnast París betur. Í gær var sýningardagur hjá Yazbukey og gekk allt rosa vel. Það var standandi show í rúma fjóra tíma þar sem dansarar sýndu nýjustu línu hennar AW14. Innblásturinn fékk Yaz frá heimalandi sínu, Tyrklandi. Það er gaman að segja frá því að ég fékk það skemmtilega verkefni að sjá um að útfæra og sauma búningana á flesta karakterana.

- - - - -