Flacons de perfume

Það er lengi hægt að uppgötva nýjar og spennandi búðir hér í París. Mér finnst eiginlega hræðilegt að það séu bara tíu dagar í heimkomu! Tískuvikan byrjaði í gær og því mikið líf í bænum. Flestar sýningarnar eru fyrripart dagsins og eftirpartý og samkomur á kvöldin. Ég veit ekki enn hvort ég verði svo heppin að komast á fleirri sýningar en tvær, því sýningin hjá Yaz Bukey (sú sem ég vinn fyrir) er í lok tískuvikunnar og mikil vinna framundan. Ég hef verið að vinna mikið í undirbúningnum fyrir sýninguna og verður spennandi að sjá alla vinnuna tilbúna uppá sviði næstkomandi mánudag.

image.jpg

Belle de Jour er falleg búð sem selur gömul ilmvatnsglös. Hún er staðsett í Montmarte á götu sem heitir Rue Tradieu, fyrir neðan Secre Coeure. Ég hef lengi dreymt um að eiga svona ilmvatnsglas og ákvað ég því að skella mér á eitt stykki. 

7 rue Tradieu, 18.hverfi

image.jpg
image.jpg
image.jpg

- - - - -