La Droguerie

ladroguerie.jpg
fabricstore.jpg

Ég er alveg heilluð af öllum efna og saumabúðunum sem eru hér í París. Það vill svo heppilega til að ég eyði mörgum stundum á dag að skjótast hingað og þangað til að finna hluti fyrir Yaz sem ég vinn fyrir. Ég fæ þá tækifæri til að kynnast búðunum og borginni betur.

Ég er búin að búa mér til lítinn lista yfir þær búðir sem eru í uppáhaldi. Hér ætla ég að deila þeim með ykkur. Sú fyrsta La Droguerie, sem er staðsett niður í bæ rétt hjá Les Halles á götu sem heitir rue du Jour, 9-11.

- - - - -