Henri Matisse

Ég hef gaman af verkum eftir listamanninn Henri Matisse. Það sem heillar mig við myndirnar hans er litarvalið og hversu „barnalegar“ þær eru. Hann vinnur mikið með kvennlíkaman og má einnig oft sjá plöntuform í myndunum hans. Mér finnst myndin af honum hér að ofan eitthvað svo skemmtileg, þar sem hann er að mála í mjög afslappaðri stellingu með löngum pensli. Þessa dagana er ég að vinna að lokaverkefni í tískuteikningu, ég á að finna minn persónulega stíl og skila myndaþætti. Ég er svoldið spennt fyrir þessu verkefni.

Þið getið skoðað fleirri myndir eftir Henri Matisse hér!

(neðsta myndin er gallerí, svo þið getið klikkað á hana til að skoða fleirri myndir)

- - - - -