Jólin

jol2016_3.jpg
orri_cavalier.jpg

 Jólin voru heldur stutt í ár en samt sem áður náði ég að njóta stundar með fjölskyldu og vinum. Ég er búin að borða út í eitt og stefni á gott detox í janúar (eins og allir á nýju ári ;)) Vonandi áttu þið góð jól kæru vinir. Sá sem stal allri athyglinni þessi jólin var klárlega hann Orri, nýji fjölskyldu-meðlimurinn (hundurinn) ;)

- - - - - 

Þriðji í aðventu

Veðrið er búið að vera fáránlega skrítið og nákvæmlega ekkert jólalegt. Þrátt fyrir næs veður þá hræðir þessi hiti mann og saknar maður þess að sjá snjóinn. Fyrir nákvæmlega ári síðan fórum við einnig að sækja okkur jólatré og var þá veðrið algjör andstæða við þetta, snjóskaflar og kuldi. Ég týndi líka Mikka í rúman mánuð sem var ekki skemmtilegur tími, en allt endaði vel og liggur hann hér mér við hlið saddur og sáttur. Hér að neðan er mynd sem ég tók 13.desember fyrir ári síðan, aðeins önnur stemmning í gangi ;)

jolin2015

- - - - -

Gleðilegt nýtt ár!

bord_jan.jpg

Ég hef góða tilfiningu fyrir árinu 2016. Árið byrjaði vel með nýrri vinnu sem ég er sjúklega spennt fyrir. Segi ykkur betur frá því seinna :) Mikki krútt er eins og skugginn minn frá því hann kom aftur heim, hefur engan áhuga að fara út og vill bara knús allan daginn. Þessi svipur er svo krúttlegur ... þetta er svipurinn sem hann setur upp rétt fyrir stökk :)

- - - - -

Winter Wonder

Það var mjög endurnærandi að komast uppí sveit um Páskana. Umhverfið í kringum bústaðinn var allt hvítt, ósnert og fallegt. Bróðir minn er mikill kokkur og eldaði hann fyrir okkur Coq au vin (hægeldaður kjúlli í rauðvíni) sem ég var að smakka í fyrsta skipti og bragðaðist mjög vel, ummm.

Hafið það gott þessa síðustu daga Páskafrísins.

- - - - -

Þriðji í aðventu

akgheiðmork2.jpg

Nú styttist í jólafrí hjá mér, einn dagur til stefnu. Ég hlakka til að sjá vini mína sem búa hinum megin við hafið og hafa það huggulegt. Það er orðin hefð hjá fjölskyldu minni að velja jólatré hjá skógræktuninni og núna var farið uppá Hólmsheiði. Það var kallt og kom fallega teppið Æðarkónginn frá Vík Prjónsdóttur sér að góðum notum.

- - - - - 

Annar í aðventu

Ég er búin að vera mjög upptekin og hef því ekki getað bloggað síðustu vikurnar. Það er líka erfitt að ná góðum myndum á þessum tíma ársins, þar sem birtan er eingöngu í nokkra tíma á dag. Ég var að klára frábæran kúrs í skólanum þar sem ég fékk að læra á prentverkstæðið, blanda liti og prenta munstrið mitt á efni. Ég gerði silkislæður og nokkra dúka, sem hafa vakið athygli og er ég nú þegar komin með nokkrar pantanir. Ég ætla reyna komast í það að prenta nokkra fyrir jólin svo ef þið hafið áhuga á skemmtilegum dúk með monstera plöntunni eða kálhausaprentinu mínu þá endilega hafið samband hér!

- - - - -

Wednesday

fridarlilja_bg.jpg

Ég hef verið að safna stökum kaffibollum síðustu árin og bættist einn við safnið í dag. Þetta eru aldrei skipurlögð kaup sem gerir þetta svo miklu skemmtilegra. Ég keypti þennan bolla í gær og voru einnig til sölu fallegir bláir bollar úr mávastellinu, það minnir mig alltaf á ömmu. Það verður gaman þegar ég eignast minn mávabolla og copenhagen royal er líka á lista. 

- - - - -

Gleðilegt 2014

 Mynd: Óskar Þórðarsson

Mynd: Óskar Þórðarsson

Nýtt ár, ný markmið og spennandi tímar framundan. 

Dagur eitt gefur manni tækifæri á að byrja uppá nýtt, bæta sig og reyna svo með bestu getu að fylla út 365 auðar blaðsíðna með góðum minningum. Ég eyði venjulega fyrsta degi ársins í rólegheitum, hugsa tilbaka og set mér ný markmið. Í ár hef ég ákvað að safna saman öllu því mikilvæga og skemmtilega sem gerist á þessu fína ári í kassa. Á næstu áramótum ætla ég svo að fara í gegnum kassann og rifja upp góðar minningar.
Þetta verður gott ár, ár tölunnar 29!

- - - - -